ATVINNULEIT

vefur sem virkar

 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size

Skráðu netfang þitt á póstlista og fáðu send ný störf í boði.

Auglýsa störf ókeypis  hér.  Auglýsing  þin birtist á vef atvinnuleit.is,

póstlista okkar og facebook síðu atvinnuleit.is.

 

Borði
Forsíða Ferilskrá
Ferilskrá Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Að koma sér á framfæri á vinnumarkaði er ekkert annað en markaðssetning. Ferilskráin er verkfærið og auglýsingin kynnir það sem í boði er - ykkur sjálf.

Dæmi um mismunandi útgáfur af ferilskrá:
Ferilskrá / grunnur.

Ferilskrá fyrir þá sem nýkomnir eru úr skóla.
Ferilskrá fyrir þá sem hafa einhverja starfsreynslu.
Ferilskrá fyrir þá sem hafa umtalsverða starfsreynslu.

Vandaður undirbúningur er nauðsynleg undirstaða góðs árangurs. Því er mikilvægt at ferilskráin sér vönduð, það eykur  líkurnar á að komast í atvinnuviðtal. Það er alls ekki nauðsynlegt að ferilskráin sé einhver langloka sem fæstir myndu hvort eð er nenna að lesa. Mikilvægara er að hún sé hnitmiðuð og vel upp sett.

Góð ferilskrá ætti að kynna einstaklinginn, skýra í grófum dráttum frá menntun hans, reynslu og áhugamálum, auk þess að staðfesta ímynd hans.

Góð ferilskrá á að vera afrakstur ítarlegrar heimavinnu þar sem vandað er til verka hvað varðar efnisinnihald, uppsetningu og málfar.

Ferilskrá er dæmi um hvernig einstaklingurinn nálgast viðfangsefnið og kemur því frá sér.

Sérhver ferilskrá er persónubundin og tilgangurinn er að draga fram sem skýrasta mynd af einstaklingnum.

Einkenni góðrar ferilskrár:

Góð ferilskrá er stutt og hnitmiðuð, 1-2 síður.

Góð ferilská ætti alltaf að taka mið af því starfi sem sótt er um. Leggðu áherslu á þá þætti í námi og starfsreynslu sem komið gætu að gagni í því starfi sem sótt er um.

Góðri ferilskrá ætti að fylgja mynd, helst svarthvít.

Góð ferilskrá inniheldur helstu persónuupplýsingar, á áberandi stað, svo sem: Nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang.

Góð ferilskrá byrjar ávallt á núverandi eða síðasta starfi og nýjasta námi.

Góð ferilská inniheldur helstu upplýsingar um námsferil; heiti náms, skóla, útskriftarár og gráðu.

Góð ferilskrá telur til þau námskeið sem gætu skipt máli fyrir tiltekið starf. Þau ætti að nefna undir „Menntun” eða „Annað” eftir eðli námskeiða.

Góð ferilskrá inniheldur helstu upplýsingar um fyrri störf, svo sem; vinnustaður, ár og stöðuheiti. Einnig getur verið gott að telja til helstu verkefni og ábyrgð í starf, þannig að ráðningaraðilinn geti betur gert sér grein fyrir eðli fyrri starfa og reynslu.

Þeir sem kjósa að koma markmiðum sínum á framfæri í ferilskrá ættu að setja þau á eftir persónulegum upplýsingum í einni til tveimur hnitmiðuðum málsgreinum.

Hvað ber að varast?

Ferilskráin er of löng.

Ferilskráin er illa skipulögð og illa upp sett.

Ferilskráin er fjöldaframleidd.

Ferilskráin er illa prentuð eða illa ljósrituð - Kaupið frekar prentþjónustu hjá fagmönnum.

Sendið aldrei ferilskrá og umsókn með faxi.

Ferilskrá með lélega mynd - Engin mynd er betri en vond mynd.

Ferilskrá sem bundin hefur verið inn í kápu eða pappír. Innbundnar umsóknir eru ekki hentugar fyrir ráðningaraðila. Best er að hefta skjölin saman.

Ferilskrá með langlokutextum, lélegu málfari, stafsetningar- og ásláttarvillum.

Ferilskrá þar sem upplýsingum er vísvitandi sleppt. Fallið ekki í þá gryfju að sleppa úr upplýsingum í þeirri von að ráðningaraðila yfirsjáist þær.

Ferilskrá þar sem frjálslega er farið með staðreyndir. Gerið ekki meira úr hlutunum en efni standa til og farið vel yfir allar upplýsingar.


Gögn þessi eru byggð á bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Guðmundsson

Markaðssetning 

Markaðssetning á eigin færni, þekkingu og reynslu virðist reynast mörgum háskólamanninum erfið. Eftirfarandi spurningar geta reynst gagnlegar í slíkri vinnu:

 • Hvað vil ég?
 • Hvað hef ég fram að færa?
 • Hvert er ég að stefna?
 • Hverjir eru veikleikar og styrkleikar mínir?

Ýmsar leiðir eru færar þegar fólk er að koma sér á framfæri á vinnumarkaði. Að svara atvinnuauglýsingum er ein af mörgum leiðum í þessu sambandi. Hafa ber í huga að einungis lítill hlutur af lausum störfum er auglýstur í fjölmiðlum. Frumkvæði og áræðni þeirra sem eru í atvinnuleit geta því skipt miklu máli. Algengt er að fólk leiti beint til fyrirtækja eða stofnana sem eru áhugaverð að mati þeirra sem eru að leita sér að starfi. Mörgum hefur reynst vel að nýta sér sitt eigið tengslanet, þ.e. láta sem flesta vita að þeir eru að leita að áhugaverðu starfi og hafa allar klær úti í atvinnuleitinni. Nokkrar ráðningarþjónustur eru starfræktar á Íslandi og þar er hægt að fá upplýsingar um störf í boði hjá þeim, skrá sig í gagnabanka yfir umsækjendur og óska eftir viðtali við ráðgjafa. Hér má finna tengla á nokkrar ráðningarþjónustur:

www.capacent.is

www.hagvangur.is

www.talent.is

www.job.is

www.radning.is

www.stra.is

www.starfatorg.is (einungis störf hjá ríkinu)

Ferilskrá

Fyrsta skrefið í atvinnuleitinni felst gjarnan í því að ganga frá ferilskrá og er mikilvægt tæki í markaðssetningu þeirra sem eru í atvinnuleit. Það er tiltölulega einfalt að búa til ferilskrá en ýmislegt sem ber að varast og illa gerð ferilskrá getur komið í veg fyrir að viðkomandi komist lengra í ráðningarferlinu. Ýmis tilbúin form að ferilskrá eru til á netinu og í Word forritinu, sem geta gagnast vel. Hafa ber í huga að viðkomandi er að reyna fanga athygli atvinnurekandans og því er mikilvægt að gera tilbúin form að ferilskrá að sínu og aðlaga hana að því starfi sem er verið að sækja um. Ferilskráin er stutt skýrsla um fyrri störf, menntun og hæfni.  Máli skiptir að tapa sér ekki í smáatriðum heldur sigta það út sem skiptir máli varðandi starfið sem um ræðir.  

Innihald ferilskráar:

 • Persónuupplýsingar:     Nafn, heimilisfang, símanúmer, kennitala, netfang.
 • Menntun: Upplýsingar um háskóla og gráður, í réttri tímaröð, þ.e. nýjasta gráðan fyrst.
 • Starf:    Upplýsingar um fyrri störf og núverandi starf, þ.m.t. stutt lýsing á starfi, helstu afrekum og verkefnum.
 • Tölvukunnátta.
 • Tungumálakunnátta.
 • Félagsstörf, ef þau skipta máli vegna starfsins.
 • Umsagnaraðilar: Nöfn, starfsheiti, vinnustaður og símanúmer.

Fylgibréf

Í fylgibréfi með umsókn þarf m.a. að koma fram af hverju viðkomandi finnst starfið áhugavert og hvað hann/hún hefur fram að færa.

Hér má sjá dæmi um fylgibréf og starfsferilskrá

 

Fréttabréf


Warning: Creating default object from empty value in /home/atvin/public_html/administrator/components/com_acajoom/classes/class.module.php on line 242
Skráðu þig á póstlista
Ný störf